149. löggjafarþing — 111. fundur,  27. maí 2019.

utanspítalaþjónusta.

[15:15]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra svarið. Það er náttúrlega alveg frábært ef þessu fer að linna og við sjáum hreinlega til lands með að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Hér er haft eftir Jóni Svanbergi Hjartarsyni, framkvæmdastjóra Landsbjargar, að hann hafi ítrekað kallað eftir því við heilbrigðisráðuneytið að mörkuð yrði stefna um umrædda utanspítalaþjónustu um allt land.

Það er náttúrlega hvergi eins dapurlegt og þar sem fólk upplifir sig algjörlega bjargarlaust, á kafi í snjó á veturna og hefur ekki einu sinni möguleika á að fá sjúkrabíl frá Egilsstöðum, samanber á mörgum öðrum litlum plássum á okkar ylhýra, fagra landi. Þá er það algjörlega í mínum huga, og mér heyrist hæstv. heilbrigðisráðherra vera sammála því, númer eitt, tvö og þrjú að koma í veg fyrir það að við missum líf bara af því að það er enginn á staðnum til að sinna nauðsynlegri þjónustu til að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst. Þó að það sé alltaf voða gaman að fá sé koníak er þetta kannski ekki alveg akkúrat.