149. löggjafarþing — 111. fundur,  27. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:14]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Í fundarstjórn áðan sagði ég að ákvörðun forseta væri rétt, að ganga inn í athugasemdir hv. þm. Helga Hrafns Gunnarssonar í óundirbúnum fyrirspurnum vegna þess að meginreglan sé sú að fjalla ekki um aðra þingmenn sem hafa úttalað sig um mál o.s.frv. Sú meginregla er góð. Ég ræddi síðan við hæstv. forseta Steingrím J. Sigfússon um það á meðan hann sat á stólnum og meginreglan er einmitt ef maður vísar í einstakan þingmann en ekki þingflokka. Það átti ekki við í þetta skipti. Hann vill meina að samt sem áður sé svigrúm hvað það varðar, en hann verður þá bara að svara fyrir það.

Bara svo ég leiðrétti það sem ég sagði: Meginreglan er góð, að maður vísar ekki í aðra þingmenn sérstaklega nema að gefa þeim færi á að svara fyrir sig. Meginregla hefur ekki verið þannig varðandi þingflokkana.