149. löggjafarþing — 111. fundur,  27. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:56]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Nú er úr vöndu að ráða að velja spurningu af því að nú er bara mínúta til ráðstöfunar. En mig langar til að spyrja hv. þm. Helga Hrafn Gunnarsson hvort hann þekki dæmi þjóða, sem eru ekki innan Evrópusambandsins eða undir EES-samningnum, sem selja orku inn á EES-svæðið og hvernig slíkum aðilum hafi reitt af í þeim samskiptum. Er fær leið fyrir aðila sem hafa ekki innleitt þriðja orkupakka Evrópusambandsins að selja orku yfir landamæri og inn til Evrópusambandsþjóðanna? Fljótt á litið koma Rússar í hugann en það gætu verið fleiri. Virðast vera alvarleg vandamál þarna sem valda því að t.d. Þjóðverjar og Rússar geti ekki átt viðskipti (Forseti hringir.) með haganlegum hætti þrátt fyrir að ég gefi mér að Rússar hafi ekki innleitt þriðja orkupakka Evrópusambandsins án þess að ég hafi rannsakað það?