149. löggjafarþing — 111. fundur,  27. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:57]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Það sem fjallað er um í bréfinu frá 10. apríl er hvort ESA muni gera athugasemdir við þessa leið. Það hlýtur að vera vísað til þess að ESA geri, að eigin frumkvæði, athugasemdir við þessa leið.

Það sem er fjallað um hins vegar í neðanmálsgrein nr. 62 á bls. 35 er bara allt önnur staða. Það er að aðili snúi sér til ESA með kæru, hafi þannig frumkvæði, sem gæti endað með samningsbrotamáli gegn Íslandi. Með leyfi forseta segir neðst í neðanmálsgreininni: „Slík staða gæti reynst Íslandi erfið.“

Það var þessi staða sem ég var að spyrja hvort hv. þingmaður hefði íhugað. Þetta er allt önnur staða en sú sem lýst er í bréfinu frá 10. apríl 2019 og leyfi ég mér að segja að það blasi eiginlega við.