149. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:32]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, það hefur oft verið vitnað í að það ákvæði samningsins um að málinu verði vísað aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar sé góð leið ef einhver álitamál koma upp, eins og í þessu tilefni. Það sé ég fyrir mér að við getum nýtt okkur. Það er í 102. og 103. gr. samningsins.

Nú og/eða líka þjóðaratkvæðagreiðsla. En það liggur ekki svo mikið á þessu máli. Vitnað var í það sem hæstv. iðnaðarráðherra sagði í viðtali í fyrra að það væri ekkert athugavert við það að málið frestaðist til haustsins og hygg ég að ráðherrann, sem er ábyrg kona, sé því á þeirri skoðun enn þann dag í dag. Það virðast allir vera sammála því að ekki liggi svo á málinu. En einhverra hluta vegna er því skóflað áfram.