149. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:06]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Það er tvennt sem er mjög áberandi á síðustu misserum sem gerir að verkum að menn hljóta að vilja staldra við og spyrja áleitinna spurninga. Það eru annars vegar þau jarðakaup sem hv. þingmaður vísaði til, þar á meðal af hálfu erlendra aðila, og svo hins vegar fjölmargar umsóknir um rannsóknarleyfi fyrir vatnsafls- og vindorkuvirkjunum, ekki síst af smærri gerðinni, allt að 10 MW í uppsettu afli og síðan virkjunarleyfi. Um þessa þætti hef ég spurt hæstv. iðnaðarráðherra í skriflegri fyrirspurn sem ég vænti svars við vonandi innan tíðar.