149. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:13]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek einfaldlega undir með hv. þingmanni. Þessi svör eru nauðsynleg vegna þess að spurningarnar eru brýnar. Þær eru veigamiklar, þær eru þýðingarmiklar, þær snerta stjórnarskrá, þær snerta þátttöku okkar í evrópsku samstarfi. Þær snerta auðlindir þjóðarinnar. Þetta eru grundvallarspurningar.

Við höfum verið að tala að sumu leyti um spurningar sem lúta að mögulegri hættu sem blasir við okkur um hugsanlegar málsóknir. Sú hætta varð bara allt í einu miklu meiri í gær vegna þeirra frétta sem birtust um að hér væru breskir fjárfestar gráir fyrir járnum undan ströndum landsins að búa sig undir að leggja sæstreng hingað og fjárhæðirnar sem um er að tefla í slíku máli yrðu giska háar.