149. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:00]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta virðist vera raunin og sífellt birtast okkur fleiri vísbendingar um að ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar — og þegar ég segi stuðningsflokkar er ég ekki bara að tala um ríkisstjórnarflokkana heldur í raun núna alla aðra flokka á Alþingi en Miðflokkinn — hafi ekki sannfæringu fyrir málinu heldur hafi látið segja sér að það þyrfti bara að keyra þetta í gegn, menn væru komnir með trikkið til þess, hinar svokölluðu lofsverðu blekkingar.

Hættan er sú að til að mynda hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins telji sig núna lokaða inni, það sé búið að læsa þá inni í þessari stöðu. Þá er spurning mín til hv. þingmanns: Er eitthvað sem við getum gert til að frelsa þá, hleypa þeim út og leyfa þeim að taka afstöðu í samræmi við þá afstöðu sem margir þeirra höfðu lýst yfir?