149. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:01]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Hvað er hægt að gera til þess að auðvelda málið fyrir þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem örugglega líður illa með það núna eftir að fór að molna undan meintum fyrirvörum? Það hefur komið í ljós að hæstv. utanríkisráðherra hafði sennilega ekki hugsað alla þætti málsins til enda. Nú er ég bara ráða í svörin eða ekki-svörin sem bárust á föstudaginn. Þetta er mjög góð spurning. Ég held að hún sé mikilvæg. En ég verð að viðurkenna að ég á ekki svar við þeirri spurningu í augnablikinu en ég mun svo sannarlega leggja höfuðið í bleyti næstu klukkustundirnar varðandi það að menn finni leið, okkur öllum til hagsbóta, út úr þessu ólánsmáli sem þeir (Forseti hringir.) komu sér í vandræði með.