149. löggjafarþing — 112. fundur,  29. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[09:46]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Senn hvað líður mun væntanlega fjölga á mælendaskrá þannig að nokkuð víst er að fundurinn mun geta staðið nokkuð lengur ef hugur forseta stendur til þess. Nú vænti ég þess að sá sem hér stendur sé einn af þeim sem munu taka þátt í eldhúsdagsumræðum í kvöld, þ.e. ef þessum þingfundi verður lokið í tíma fyrir þá umræðu, og mér skilst að ætlast sé til þess að allir þingmenn séu við þá umræðu, hvor sem þeir ætla að tala eða ekki. Mér þætti þess vegna vænt um að fá að vita hvort maður geti átt von á því að geta hugsanlega komist heim og skipt um skyrtu til að vera það sem er kallað á enskri tungu „presentable“ þegar sá fundur hefst.

Að öðru leyti geri ég ekki athugasemdir við lengd á þessum þingfundi.