149. löggjafarþing — 112. fundur,  29. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[09:47]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Á þingflokksformannafundi sl. mánudag var rætt í megindráttum um með hvaða hætti þinghaldinu yrði háttað á þessum eldhúsdegi. Það er svo sem ágætt ef það kemur bara fram hér ef þau plön eru öll fallin. Nú liggur fyrir að starfsmannafundi var aflýst. Mér sýnist á heimasíðu þingsins að búið sé að fella niður fund í velferðarnefnd. Er ástæða fyrir okkur þingmenn sem erum á mælendaskrá og þá sem fylgjast með umræðunni að lesa eitthvað sérstaklega inn í þetta? Er ætlan forseta að halda okkur hér við fundahöld fram að eldhúsdagsumræðu? Þá væri ágætt að það lægi fyrir sem fyrst.