149. löggjafarþing — 112. fundur,  29. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[10:15]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Bara aðeins til að árétta þannig að skilningur manna sé svipaður: Má skilja sem svo að forseti áætli að taka mál inn, þ.e. atkvæðagreiðslur eða eitthvað þess háttar, áður en fundi lýkur í dag? Það var vissulega rætt á þingflokksformannafundi, og við myndum svo sem fagna því. Eða er ætlanin að halda öðru dagskrármálinu á dagskrá þar til fundi verður frestað svo menn geti farið heim og sturtað sig og skipt um skyrtu fyrir eldhúsdagsumræður? Það væri áhugavert að fá svar forseta við því.