149. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2019.

fullgilding samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins.

773. mál
[10:59]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig langar að óska skýringa forseta á því hvers vegna skipt er skyndilega um dagskrármál í ljósi þess að ég var búinn að biðja um orðið undir þeim lið sem var verið að fjalla um. Ég var búinn að biðja um að fá að ræða heilbrigðisstefnu og einungis ein ræða hefur verið haldin um þessa stefnu. Ég óska eftir skýringum forseta. Hvers vegna er ekki haldið áfram með málið og mér hleypt að með mína ræðu?