149. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2019.

um fundarstjórn.

[11:44]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég geri engar athugasemdir við praktískar lausnir. Þetta snýst aðallega um það hvernig ræðumenn skipuleggja tíma sinn og hvort skilja megi það sem svo að ætlan hæstv. forseta sé að taka heilbrigðisstefnuna inn á eftir. Nú er áætlað fundarhlé kl. 12.30 og ég spyr hvort forseti áætli að taka heilbrigðisstefna inn eftir næsta mál, 11. mál, um hollustuhætti og mengunarvarnir, eða hvort ákvörðun liggi fyrir um að það bíði fram yfir hádegishlé. Það myndi einfalda skipulagið ef það lægi fyrir.