149. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2019.

umferðarlög.

219. mál
[14:48]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér þykir þingmaðurinn í raun staðfesta þá tilfinningu sem ég hafði fyrir þessari tillögu nefndarinnar um herta hjálmaskyldu, að hún hefði kannski þurft frekari yfirlegu. Ég skil alveg þau sjónarmið nefndarinnar að verða ekki við ábendingum þeirra sem vilja fella hjálmaskyldu úr lögum þar sem þar hafi skort gögn til að styðja mál þeirra. En þá hefði ég einmitt, eins og ég nefndi áðan, kosið að breyting í hina áttina yrði studd gögnum af þeim styrk sem nefndin gerir kröfu um að aðrir leggi að baki tillögum sínum. Ég held að ég þakki bara þingmanninum fyrir að staðfesta þessa tilfinningu mína.