149. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2019.

heilbrigðisstefna til ársins 2030.

509. mál
[17:20]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. Ég var kannski ekki búinn að gera mér grein fyrir því að nefndin hefði verið sammála um að þetta væri á þessu stigi, en gott og vel. Það er náttúrlega, kannski ekki margsannað en alla vega í mínum huga eru forvarnir, bæði á hinu stóra sviði þess orðs eins og í endurhæfingu, geðheilbrigðismálum, forvarnir í áfengis- og vímuefnamálum og öðru slíku, bara almennar forvarnir, til þess gerðar að hjálpa fólki að verða ekki veikt og takast á við líkama sinn á ábyrgan hátt. Í framhaldinu sparar það heilbrigðiskerfinu gríðarlegt fjármagn. Þetta hefur maður lesið skýrslur um og ég veit að þingmaðurinn er alveg sammála mér í því.

En miðað við svör þingmannsins þá held ég að ég sé ekkert meira að snúa upp á handlegginn á viðkomandi í framhaldi af því.