149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

losun gróðurhúsalofttegunda.

[09:56]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Mikið er gott að heyra að loftslagsmálin verði áfram efst á baugi. En maður veltir því samt fyrir sér hvort það geti ekki einhver vandamál komið upp. Nú vitum við t.d. að ekki hefur verið neinn árangursmælikvarði tengdur aðgerðum ríkisstjórnarinnar samkvæmt loftslagsáætlun. Ég hef kallað eftir því nokkrum sinnum að það verði gert og ég á von á því að það komi í uppfærðri áætlun. En í ljósi þess að við vitum ekki hversu árangursríkar þessar aðgerðir eru þá vitum við heldur ekki hversu vel þeim fjármunum er varið sem þó er ráðstafað. Að auki erum við með fjármálaáætlun sem er vissulega með aðhaldskröfu en aðhaldskrafan hlýtur að aukast þegar ný fjármálastefna tekur gildi. Hvernig spilast þetta allt saman?

Ég veit að hæstv. ráðherra hefur mjög mikinn metnað í þessum málum en peningahliðin verður að ganga upp.