149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

tilkynning.

[10:52]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég skil áhyggjur forseta af því að hér séu 45 mál á dagskrá og þess vegna furðar mig enn frekar að sjá að liður 15 sé settur framar lið 16 í dagskránni, að fjármálastefnan, sem sagt mál sem við þurfum nauðsynlega að ræða og munum eðli málsins samkvæmt gera, sé sett framar breytingum á félagslegri aðstoð og almannatryggingum. Ég tel nefnilega að sá dagskrárliður sé í þverpólitískri sátt og muni ganga mjög greiðlega fyrir sig. Ég er sammála því sem hv. þm. Halldóra Mogensen segir, ég vil gjarnan fá að vita um hvað ég er að greiða atkvæði. Er það ótímabundið, af því að hér er búið að taka starfsáætlun úr sambandi — eða hvað erum við að fara að greiða atkvæði um?