149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

tilkynning.

[11:12]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi halda því til haga hér að það eina sem komið hefur frá hæstv. forseta hvað varðar svör við spurningum sem lagðar hafa verið fram hér, er að ekki verði tekið annað mál á dagskrá í nótt, eða hvenær sem sú staða kemur upp að þessi tvö mál klárist, 15. og 16. mál, þá verði ekki tekið annað mál á dagskrá, sem þýðir væntanlega þriðji orkupakkinn. Hótun um næturfund gæti ekki verið mikið skýrari en þetta og það er bara heiðarlegt hjá hæstv. forseta að tala svona skýrt. En þetta getur ekki verið gott veganesti inn í þá vegferð að reyna, ef ætlunin er sú á annað borð, að koma hér á forsvaranlegum og góðum anda í einhvers lags þinglokaviðræðum.