149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

tilkynning.

[11:22]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem upp af því að mér blöskra fullkomlega orð hæstv. samgönguráðherra hér áðan, sem gefur það enn einu sinni í skyn að stjórnarandstaðan hafi hér dagskrárvaldið. Það er stjórnarmeirihlutinn sem hefur dagskrárvaldið, forseti stjórnarmeirihlutans sem fer með dagskrárvaldið. Og það er algjörlega óþolandi að sitja undir því, bæði í fjölmiðlum og frá hæstv. forsætisráðherra og hæstv. sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, að við berum ábyrgð á því hvernig dagskráin er á þingi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Það er ekki þannig.

Og ef einhver stjórnmálaflokkur, Miðflokkurinn, ákveður að hertaka þingið í málþófi sínu er það ekki á ábyrgð stjórnarandstöðu að stöðva það heldur ríkisstjórnarinnar.

Hvernig væri nú að ríkisstjórnin færi að gyrða sig í brók og koma hér á vinnuhæfu ástandi í staðinn fyrir að henda þessu endalaust í fangið á okkur sem höfum engin völd? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)