149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

dagskrártillaga.

[11:40]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fátækt fólk getur ekki beðið lengur eftir réttlæti og það er bara það sem við erum að biðja um hér og nú. Það er kannski tækifæri og möguleiki að taka þetta mál fram fyrir fjármálaumræðuna svo að við getum komið því í nefnd. Það virðist ekki vera á hreinu hvort við verðum hér í allt sumar þannig að þá kannski skiptir það ekki öllu máli en miðað við það að hugsanlega á einhverjum tímapunkti næst samkomulag um þinglok er afskaplega mikilvægt að þetta mál komist inn í velferðarnefnd sem allra fyrst þannig að við getum afgreitt það fyrir þinglok og þurfum ekki að bíða eftir þessu réttlæti eina ferðina enn fyrir okkar minnstu bræður og systur þangað til við tökum það upp á nýjum þingvetri í haust.