149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

heilbrigðisstefna til ársins 2030.

509. mál
[11:47]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er virkilega ánægjulegt að við skulum vera að leggja fram heilbrigðisstefnu til ársins 2030, eins og hæstv. heilbrigðisráðherra segir, en það dapurlega í stöðunni er að hún er í mínum augum ekkert annað en stefna klædd í kjól sem passar henni ekki vegna þess að úrbætur eru engar. Þegar verið er að tala um að koma til móts við fólkið í landinu og annað slíkt er því enn þá mismunað samkvæmt búsetu hvað lýtur að heilbrigðisþjónustu. Það eru enn þá vaxandi biðlistar, það er enn þá fráflæðisvandi. Það er enn þá í raun gríðarlegur vandi í heilbrigðiskerfinu og ég sakna þess í þessari stefnu að sjá ekki hvernig hæstv. heilbrigðisráðherra hefur hugsað sér að reyna að draga úr þeim vanda og standa við þá stefnu sem hún er að boða.