149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

heilbrigðisstefna til ársins 2030.

509. mál
[11:56]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við ræðum um heilbrigðisstefnu til 2030. Ég studdi nefndarálit velferðarnefndar með fyrirvara. Fyrirvarinn var ekki einn heldur fleiri. Eitt kom skýrt fram í máli nefndarinnar, samráðsleysið, sem margir sem komu fyrir nefndina töluðu um.

Samráðið vantaði í stefnuna og vona ég að gerð verði bragarbót á því. Ég mun styðja stefnuna, en það er það sem vantar í hana sem angrar mig. Það vantar t.d. hluti sem varða biðlista og alls konar sem ætti að vera nákvæmara og betra þarna inni. Líka varðandi heilbrigðisþjónustu úti á landi og/eða heilbrigðisþjónustuleysið á litlum stöðum úti á landi, sjúkraflutninga og annað. Það verður vonandi tekið fyrir og bætt. Ég mun styðja stefnu en geri fyrirvara við hana.