149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

fullgilding samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins.

773. mál
[12:01]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þessi samningur er afurð samstarfsríkja Norðurskautsráðsins og enn fremur af stefnumótun þingmanna sömu ríkja í gegnum þingmannaráðstefnu norðurslóða. Fullgilding þessa samnings er gott dæmi um samstarfið, hversu árangursríkt það er eins þótt Bandaríkin hafi á alríkisstjórnvaldsstigi brugðist skyldum sínum þegar kemur að viðurkenningu á loftslagsvánni og hökti í aðgerðum sínum gegn þeim. Ísland hefur staðið vaktina í þessum efnum og á sinn stóra þátt í gerð þessa samnings. Hann á skilið samhljóða fullgildingu á Alþingi.