149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

19. mál
[12:34]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að ræða og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að komið verði á fót miðlægri upplýsingastofu fyrir innflytjendur. Mig langar til að taka fram sérstaklega að það er rakið í greinargerð með tillögunni að sérstaklega verði horft til starfs Fjölmenningarseturs á Ísafirði sem rekur samsvarandi stofnun sem hefur gengið mjög vel og hefur gengið í nokkur ár. Mér finnst mikilvægt að draga fram að horft verði til þeirrar starfsemi og jafnvel útvíkkunar á henni — og þá ekki bara í höfuðborginni heldur um allt land.