149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

19. mál
[12:43]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Í tilefni orða sem sögð voru áðan, sem ég skil svo sem sjónarmiðin gagnvart, varðandi það að vonandi verði þessi þjónusta á forsendum þeirra stofnana sem nú eru fyrir hendi, tek ég fram að verði þetta að veruleika, sem ég vona svo innilega, því að við skulum muna að við erum bara að fela ráðherra að vinna að þessu, vona ég að það verði fyrst og fremst á forsendum þeirra sem nýta munu þjónustu umrædda stofnun, (Gripið fram í: Heyr, heyr.) þeirra innflytjenda sem sækja landið heim, af hvaða ástæðum sem kann að vera, sem muni hvar sem er á landinu geta leitað sér upplýsinga um hvernig þeim best getur liðið hér á landi.