149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[17:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ég geri mér grein fyrir vanda hv. þingmanns. Í þessari tillögu eru einfaldlega engin rök fyrir því af hverju þarf að endurskoða stefnuna. Ég gæti alveg séð fyrir mér ýmis rök sem væri hægt að nota en þau eru ekki notuð. Þess vegna höfum við ekkert í höndunum. Þess vegna þráir hv. þingmaður álit fjármálaráðs af því að við höfum ekki haldbær rök frá ráðherra til að greina hvort okkur finnst um að ræða frávik frá hagspám sem er eðlilegt að flokka sem efnahagsáfall eða þjóðarvá. Án þess að hafa það erum við náttúrlega í dálitlum vandræðum.

Það sem ég er að gera er að gagnrýna formið, að ekki sé verið að fara eftir lögunum sem við eigum að vera að læra á og innleiða o.s.frv. en eru samt gildandi lög. Já, ég verð enn og aftur að kvarta undan því að ekki sé verið að fara eftir lögum.