149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[17:33]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að ítreka að ég hef ekkert við fundarstjórn hæstv. forseta að athuga. Í umræðum undir þessum lið hafa fjórar ræður verið haldnar. Hæstv. ráðherra var með framsögu og tók andsvar við alla flokka stjórnara ndstöðunnar. Síðan eru komnar þrjár ræður og við sem tilheyrum stjórnarmeirihluta höfum tekið andsvör í öllum þeim ræðum, þannig að það komi skýrt fram. Ég held að ekki sé hægt að ætlast til mikils meira. Hæstv. ráðherra hefur tekið andsvör í tveimur af þeim þremur ræðum.