149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[21:21]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hafði séð fyrir mér að gera slíkt hið sama og hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson gerði rétt í þessu. Ég get boðið betur vegna þess að það er styttra í að ég komist á mælendaskrá en hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson. Ég geri því hér með það boð til þeirra sem sitja í hliðarsölum og fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna sem til heyra að það er sjálfsagt að ég færi mig aftast á mælendaskrána og býð þá minn stað á mælendaskránni til þess sem vill koma hingað og taka þátt í umræðunni með okkur. Ég held að það yrði til þess að bæta hana og dýpka og setja kannski þá ásjónu á umræðuna alla að hún sé til bóta, þó að ég dragi vissulega ekki úr því að það er ánægjulegt að hæstv. fjármálaráðherra sé hérna með okkur núna.