149. löggjafarþing — 116. fundur,  4. júní 2019.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar.

954. mál
[10:40]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við ræðum krónu á móti krónu skerðingu. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um það sem kemur skýrt fram í lögunum að mánaðarlega uppgjörið á ekki að taka gildi fyrr en í fyrsta lagi eftir álagningu opinberra gjalda 2020. Þar af leiðandi mun þetta skila sér illa og útreikningar munu verða óbreyttir þangað til.

Annað sem er merkilegt í þessu er hversu lítið er verið að bæta í. Maður er eiginlega gáttaður á því. En ég vil fá upplýsingar um það hvort það sé ekki rétt skilið hjá mér að þetta verður þá í fyrsta lagi 2020. Hvers vegna í ósköpunum er þetta ekki gert strax?