149. löggjafarþing — 116. fundur,  4. júní 2019.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar.

954. mál
[10:51]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að gagnrýna upphæðirnar í þessu frumvarpi harðlega. 65 aurar á móti krónu sem ráðherrann boðar núna — ég geri ráð fyrir að það sé ekki valið af handahófi heldur til að gera þetta óþjált og óskiljanlegt. Ég legg til betrumbót á því og að þetta heiti tveir þriðju á móti krónu.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hvað kostar þessi framkvæmd? Hvað kostar þetta frumvarp eins og það er hér? Það kemur ekki fram í greinargerðinni og ég vil fá að vita heildarkostnaðinn af því.

Ég vil líka fá að vita hvers vegna, í annað skipti á þessu ári, er gripið til þess að skera öryrkja niður við trog. Það var gert í desember sl. þegar framlag til þeirra var lækkað úr 4 milljörðum í 2,9 og nú á enn að höggva í þennan sama knérunn. Ég vil bara vita hvaða stefna það er að ráðast að þessum hópi sem getur varla borið hönd fyrir höfuð sér. Ég vil spyrja ráðherra hvað hann ætli að gera í framhaldinu af þessu og hvenær.