félagsleg aðstoð og almannatryggingar.
Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa miklu hvatningu. Hún var það ríkuleg að mér varð á að ganga í ræðustólinn áður en forseti hafði kynnt mig inn. Það hefur verið talað um það lengi að gera breytingar á almannatryggingakerfinu þegar kemur að örorkulífeyrisþegum. Ég er mjög stoltur af því. Hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson tók við því, af hv. þm. Pétri Blöndal heitnum, að leiða hóp þegar kom að eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum og er ég mjög stoltur af því, svo að ég noti orðalag hv. þingmanns, að þessi ríkisstjórn sé að taka á sig rögg og klára það sem ekki var klárað á þeim tíma sem er að klára breytingar á almannatryggingakerfinu gagnvart örorkulífeyrisþegum. Það hefur kostað sitt fyrir þennan hóp að það skyldi ekki klárast á sínum tíma, í hópnum sem hv. þingmaður leiddi. Það er mikil rögg sem núverandi ríkisstjórn tekur á sig að klára þá vinnu sem hv. þingmaður leiddi á sínum tíma og náðist ekki að klára gagnvart örorkulífeyrisþegum. Ég er stoltur af því að það skuli vera ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, sem er að gera það.