149. löggjafarþing — 116. fundur, 4. júní 2019.
félagsleg aðstoð og almannatryggingar.
954. mál
Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 2. þm. Norðaust. Hann gæti þá væntanlega upplýst mig um það hvenær krónu á móti krónu skerðingu var komið á og af hverjum. Það væri kannski ánægjulegt og mér þætti vænt um, fyrst hv. þingmaður er svona með það á hreinu að það sem ég er að lesa hér sé alrangt, að hann leiðrétti það hér og nú og segði mér hvenær krónu á móti krónu skerðingu var komið á og af hverjum.