félagsleg aðstoð og almannatryggingar.
Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég er alveg sammála honum, við getum haft þetta virkilega einfalt. Við eigum að leyfa öryrkjum að vinna og við eigum að leyfa, eins og við vorum að tala um í þessu kerfi, fólki að vinna upp í meðaltekjur þess vinnustaðar þar sem viðkomandi er að vinna áður en eitthvað skerðist vegna þess að um leið og heildartekjur öryrkjans í vinnu eru komnar yfir ákveðin mörk erum við búin að koma fólki til sjálfsbjargar. Eins og ég hef alltaf sagt er mjög útbreiddur misskilningur að það sé einhver paradís að vera í stöðu öryrkjans. Það er engin paradís. Það vill enginn vera í þeirri stöðu, fólk neyðist til að vera þarna inni. Þess vegna segi ég að okkur ber skylda til að sjá til þess að taka burt allar þessar gildrur sem hefta það að öryrkjar geti haft mannsæmandi framfærslu.