149. löggjafarþing — 116. fundur,  4. júní 2019.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

495. mál
[15:05]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegur forseti. Vönduð lagasetning byggir á aðkomu fjölda fólks í þinginu. Hér mæli ég fyrir breytingartillögu sem við eigum það að þakka að vökul augu skjalalesara rákust á að leiðrétta þurfti tilvísun í málsgrein í lögum um umboðsmann skuldara sökum þess að við fjölguðum málsgreinum í einni grein úr tveimur í þrjár og þar með rekur það sig niður eftir greininni.

Ég óska þess að þingheimur taki vel í þessa breytingartillögu mína og samþykki hana hér á eftir.