persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.
Forseti. Ég ætla að gera grein fyrir atkvæði mínu. Þetta frumvarp gerir breytingar á því með hvaða hætti stofnunum er heimilt að vinna persónuupplýsingar um einstaklinga og er frumvarpið liður í aðlögun laga vegna nýrra persónuverndarlaga sem samþykkt voru á síðasta ári. Helstu breytingarnar eru þær að samþykki einstaklinga fyrir vinnslu persónuupplýsinga er fellt úr lögunum sem grundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinga og þess í stað verði einungis heimilt að vinna persónuupplýsingar á skýrum lagagrundvelli og verður að upplýsa viðkomandi um vinnsluna. Sú breyting er nauðsynleg þar sem samþykki einstaklinga getur ekki talist óþvingað þar sem einstaklingar eru í raun nauðbeygðir til að samþykkja heimild stofnana til vinnslu upplýsinga þegar þeir sækja sér opinbera þjónustu.