149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:29]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni fyrir þessar vangaveltur og spurningar um hvenær mér finnist nóg komið, held ég að það hafi verið, varðandi stjórnarskrána. Hvenær göngum við of nálægt henni sem þingmenn sem eru búnir að vinna þau heit að virða stjórnarskrána?

Mér finnst í því efni að við verðum að líta til orða sérfræðinga. Í þessu máli liggja fyrir nokkrar álitsgerðir og við höfum heyrt í mörgum lögfræðingum um þetta efni. Menn eru ekki sammála um þetta. Það sem ég nefndi í ræðu minni var t.d. það að mér finnst það ekki nóg þegar menn koma með þau rök að nú hafi þeir nálgast stjórnarskrána oftar og nú sé aftur komið að slíku tilviki og þess vegna sé allt í lagi að gera það. Mér finnst það ekki næg rök í fyrsta lagi. Í öðru lagi vil ég líka benda á að í Noregi er allt öðruvísi skipan mála og ég kem að því (Forseti hringir.) í seinna andsvari. Þetta er mjög stuttur tími sem ég fæ.

(Forseti (GBr): Það er rétt. Það er ein mínúta sem hv. þingmenn hafa til umráða í þessari umræðu.)