149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:32]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna.

Ég var kominn áðan í svari mínu að Noregi. Þar háttar svo til að ef talið er að gengið sé nærri stjórnarskrá og um hugsanlegt brot að ræða er heimild í norsku stjórnarskránni að þingið samþykki slíkt framsal valds, eins og hér er deilt um að sé í þessum ákvæðum frá Evrópusambandinu, þingið getur samþykkt einfaldlega með auknum meiri hluta að leyfa það.

Á Íslandi er allt öðruvísi háttað, eins og hv. þingmaður veit hugsanlega, við getum þetta ekki. Þó að við værum hér 50 eða 60 sem myndum samþykkja slíkt þá dugir það ekki til. Við erum samt sem áður að brjóta gegn stjórnarskránni. Við verðum að taka það alvarlega.

Ég tek undir með hv. þingmanni. Auðvitað (Forseti hringir.) er það okkar skylda að taka þetta alvarlega og ættu hv. þingmenn að gera það.