149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:37]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Ísleyfssyni fyrir. Ég gleymdi í fyrri ræðu að þakka honum fyrir spurningu hans og hugleiðingar um stjórnarskrána.

Já, það er nú grunnurinn að mörgum af mínum ræðum í þessu máli varðandi þegar ég bendi á orkuauðlindirnar, hversu mikilvægt þær eru fyrir okkur og fyrir okkur sem þjóð. Auðvitað skiptir verulegu máli um hvað er að ræða. Fjármálageirinn, alla vega alþjóðlegi hluti hans, er auðvitað mikið til utan landsteinanna, í viðskiptum, en orkuauðlindin er hér innan lands enn sem komið er og til notkunar fyrir íbúa landsins, almenning, og er í eigu þeirra, ríkisins, almennings og hefur verið um langt skeið. Það skiptir verulegu máli. Ég hef líka verið að benda á sérstöðu landsins. Þetta er eyja, (Forseti hringir.) lítil eyja, (Forseti hringir.) þetta er fámenn eyja og það er mikil sérstaða. Hér er kalt og myrkt.