149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:43]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Nú kemur sá sem hér stendur ríðandi á hvítu hrossi í pontuna og vil ég bara tilkynna í umræðuna að það er verið að vinna að orkustefnu fyrir íslenskt samfélag. Sú vinna hefur staðið yfir í heilt ár og hv. þingmenn Miðflokksins eiga sinn fulltrúa í þeirri vinnu. Búið er að safna gögnum í þeirri vinnu. Sá ágæti hópur varðandi vinnu við orkustefnu fyrir Ísland er síðan í lok apríl í fyrra og nú er stefnumótunarvinna hópsins að hefjast. Sjálfur sit ég sem hér stendur í þeim hópi. Mig langar að biðja hv. þingmann að svara spurningunni: Er hv. þingmaður ekki meðvitaður um að verið sé að vinna að orkustefnu (Forseti hringir.) fyrir Ísland og sú vinna hafi staðið yfir síðastliðið ár?