149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:59]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka andsvarið frá hv. þingmanni. Áhyggjuefnið er að þegar Ísland verður orðið tengt með sæstreng, sem ég ætla að leyfa mér að segja að séu allar líkur á að gerist með einum eða öðrum hætti, hvaða aðferðum sem beitt verður við að ná því markmiði fram, þegar sú staða er orðin verði orkumálastefna Evrópusambandsins, það viðmið, það markmið sem heildarkerfið sækist í að ná. Sem sagt, ákvarðanir verða teknar (Forseti hringir.) út frá markmiðum Evrópusambandsins. Ég held að það sé alveg ljóst. En ég verð eiginlega koma betur að því í ræðu (Forseti hringir.) á eftir.