149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:39]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Hann kom þarna inn á mjög athyglisverðan þátt, það er einmitt náttúruverndin og sátt við náttúruna í landinu. Það er alveg ljóst að þessi áform eru skref til frekari orkuvinnslu. Við sjáum það núna í miklum áhuga á virkjunum undir 10 MW, þær þurfa ekki að fara í umhverfismat. Við sjáum þetta í áformum um vindmyllugarða o.s.frv. Það er ljóst að þeir sem hafa áhuga á þessari orkuvinnslu, þessum framkvæmdum, sjá fyrir sér tækifæri sem komi til með að opnast innan tiltölulega stutts tíma til að selja hreina íslenska orku úr landi og það mun hafa áhrif á náttúruna. Ég held að það þurfi nauðsynlega að hafa þessa (Forseti hringir.) umræðu á borðinu (Forseti hringir.) hvað þetta varðar, þ.e. náttúruvernd og áhrif á (Forseti hringir.) umhverfið.