149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:59]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst það eiginlega liggja beint við. Þetta kemur inn í nokkrum skömmtum, svo ég svari hv. þingmanni, t.d. persónuverndin á síðasta þingi — þetta er mitt annað þing hér. Síðan er það þetta mál. Það sem er merkilegt við þetta er að mikilvæg mál virðast alltaf koma inn í þingið í lokin, alltaf þegar er að koma þinghlé og þá er því haldið fram að við þurfum að drífa okkur svo mikið að klára málin. Það er kannski vegna þess að það er ákaflega þægilegt fyrir ríkisstjórnina. Það sem er þó undarlegt í þessu er að við erum með þrjá flokka sem segjast allir vera á móti ESB-aðild, en við erum samt á malbikaðri leið þangað, eins og hv. þm. Ólafur Ísleifsson hefur orðað það svo snyrtilega.

Það er furðulegt að náttúruvernd skuli ekki fá neina umfjöllun hér, bara það atriði að einungis sé ein umsögn frá náttúruverndarsinnum í (Forseti hringir.) annars þeirri þykku umsagnarbók sem kom.