149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:08]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna og dýptina í umræðunni. Nú er þessi umræða um þriðja orkupakkann búin að standa yfir í 140 klukkustundir á Íslandi. Þessi sama umræða stóð í fjóra og hálfa klukkustund í Noregi. Ég fylgdist með umræðunni 22. mars í Noregi, fjóra og hálfa klukkustund minnir mig að hún hafi verið. Það tók norska þingið sem sagt fjóra og hálfa klukkustund að fara í gegnum málið. Við erum að taka 140 klukkustundir að verða til þess að fara í gegnum þetta mál. Ég hugsa um dýptina. Það helsta sem hefur komið nýtt fram í umræðunni núna síðustu þrjár og hálfa klukkustundina eða svo held ég að sé það að sá sem hér stendur benti hv. þingmönnum Miðflokksins á að verið er að vinna að orkustefnu fyrir Ísland. Hér hefur oft komið fram og m.a. frá hv. þingmanni sem flutti ræðu áðan að það væri nauðsyn að vinna slíka stefnu og gefið í skyn að það sé engin slík vinna í gangi. Ég er búin að heyra það margoft í fyrri ræðum.

Mér finnst alvarlegt þegar slíkar rangfærslur eru uppi og verið að afvegaleiða umræðana. Það hefur verið (Forseti hringir.) í heilt ár umræða í gangi sem snýr að þessu. (Forseti hringir.) Er hv. þingmaður þá núna þess vitandi að það er verið að vinna að orkustefnu fyrir íslenska þjóð til lengri tíma, langtímaorkustefnu?

(Forseti (BHar): Forseti vill minna hv. þingmenn á að virða tímamörkin. Þegar fjórir hv. þingmenn hafa óskað eftir því að veita andsvar þá er eingöngu ein mínúta til ráðstöfunar.)