149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:09]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt, við höfum tekið tíma til að ræða þetta mál. Ég ætla að byrja á því sem hv. þingmaður endaði á. Það er verið að vinna að orkustefnu. Við erum þess vel vitandi. Hins vegar væri voðalega gott að fá niðurstöðu í þá vinnu. Þegar hún liggur fyrir getum við mátað þá niðurstöðu við hvort það henti okkur að innleiða orkustefnu Evrópusambandsins. Það er í þá veru sem ég myndi gjarnan vilja vinna hlutina

Það er allt í óefni í Noregi. Þeir tóku fjóra og hálfa klukkustund þar í umræðu. Hvað er að gerast? Það á að taka fyrir stjórnlagadómstóli í Noregi hvort innleiðingin hafi verið rétt framkvæmd í Noregi. Og við ætlum að innleiða á nákvæmlega jafn rangan máta eins og þeir gerðu í Noregi. Það er vandinn.