149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:13]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Mér fannst það athyglisvert sem hv. þingmaður nefndi, að hún vissi til þess að búið væri að gera skoðanakönnun um hvaða hug landsmenn bera til þessa máls en ekki væri búið að birta þá könnun, sem mér finnst svolítið sérstakt. Ég spyr hvort hv. þingmaður gæti komið aðeins nánar inn á það, hvort hún þekki ástæður þess að niðurstöður þessarar könnunar hafi ekki verið birtar.

Það minnir á að verkalýðshreyfingin hefur lýst andstöðu sinni við innleiðingu orkupakkans og fleiri aðilar. Sem dæmi má nefna að um 70% þeirra sem sendu inn umsögn til utanríkismálanefndar voru neikvæð í garð þessa máls. Gæti hv. þingmaður kannski komið aðeins nánar inn á þetta?