149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:28]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég hljóp yfir það í sem allra stystu máli að þeir þingmenn sem hafa fjallað um þetta mál opinberlega hafa í raun og sanni ekki getað gert grein fyrir því með fullnægjandi hætti af hverju þeir styðja þetta mál. En ég vil gjarnan leitast við að vera hjálplegur fyrir þá sem myndu vilja fjalla um þetta mál með málefnalegum hætti á vettvangi fjölmiðla og þar á meðal er t.d. Ríkisútvarpið.

Það er eitt mikilvægt atriði í þessu máli og það er það að þessi fyrirvari hefur ekki fundist og menn eru missaga um það. Í annan stað hefur ekki fengist umræða um þetta mál í tengslum við fjórða orkupakkann sem liggur tilbúinn. Í þriðja lagi er væntanlegur dómur í Noregi þar sem uppi eru svipaðar spurningar og hér, þ.e. um mögulegan árekstur við stjórnarskrána norsku. Það er spurningin um það hvort þetta erlenda fyrirtæki gæti sótt hingað stórkostlegar skaðabætur eins og þeir virðast telja lögfræðilegir ráðunautar ríkisstjórnarinnar og Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.