149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:29]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Umfjöllun þingsins í Noregi um þetta mál mun ég taka fyrir í síðari ræðu og vitna þá til ræðu sem flutt var hér í vikunni. En auðvitað er það þannig að þegar jafn margir og jafn virtir álitsgjafar vara við er ástæða til að hlusta. Ég held ég hafi sagt þetta áður í þessari umræðu. Þó að einungis einn lögspekingur hefði sagt að þetta rækist á við stjórnarskrá, að þetta væri mesta valdframsal sem við höfum upplifað, hefði ég haldið að menn hefðu átt að leggja við hlustir og taka mark á því. En þegar fleiri en tveir og fleiri en fjórir koma fram þá skilur maður ekki — maður skilur ekki — hvers vegna menn halda þessu til streitu með þessum hætti.