149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:19]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Vegna orða stjórnarandstöðuþingmanns áðan um að hann áttaði sig ekki á hlutunum og teldi að stjórnarandstaðan hefði viljað fá orkupakkann aftast vil ég segja að það var auðvitað háð því skilyrði að samkomulag næðist við restina af stjórnarflokkunum og stjórnarandstöðuna um önnur mál, enda hafði ríkisstjórnin enga tilraun gert til þess á þeim tíma að kalla til samráðs.

Hæstv. forseti hefur hins vegar í blaðaviðtölum útskýrt hvernig þeir hlutir fóru fram og meira að segja sagt að hæstv. forsætisráðherra hafi unnið daga og nætur að því að leysa málin og lýst því. Hæstv. forseti mætti kannski kynna sér hvernig við hinir formennirnir höfum unnið við að leysa málin í stað þess að vera kranablaðamaður ríkisstjórnarinnar.

Ég verð að segja af því að hæstv. forseti hefur áhyggjur af því að hann ráði engu en fer samt fram með offorsi og öllum sínum krafti að ég hef áhyggjur af því hvaða stöðu hann vill að forseti hafi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)