149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:30]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Hér hef ég orðið vitni að því í umræðunni sem mér þykir alltaf ljóður á ráði þingsins, að snúa út úr orðum annarra þingmanna. Ég vil taka fram að ég skil þessa dagskrá mjög vel. Ég skil það mjög vel að við ætlum að ræða mál sem við erum sammála um.

Það sem ég skil ekki er þegar fólk vill ekki ræða mál sem það sjálft stendur að.

Mig langar að reyna á 34 sekúndum að útskýra þetta fyrir þeim sem eru að horfa eins og þetta snýr við mér. Það eru ríflega 20 mál sem þingheimur er sammála um hvernig eigi að afgreiðast. Nefndir standa saman að áliti. Þingmenn úr öllum flokkum vilja að um þau fari með þeim hætti sem þar er um búið. Hluti þingmanna vill hins vegar ekki að sinn eigin vilji verði leiddur í lög, vill ekki sinna vinnunni sinni hérna, af því að það er ekki búið að semja við þá um eitthvað annað. (Gripið fram í: Rangt.) Þetta eru klækjastjórnmál. [Hlátur í þingsal.]